Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Eldur í Nesfiskstogara norður af landinu
  • Eldur í Nesfiskstogara norður af landinu
Laugardagur 18. maí 2019 kl. 13:40

Eldur í Nesfiskstogara norður af landinu

Mikill viðbúnaður var í gærkvöldi þegar eldur kom upp í Nesfisktogaranum Sóleyju Sigurjóns GK-200 norður af landinu. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK-200 klukkan 21:12 vegna elds sem var laus í vélarrúmi skipsins. Átta skipverjar voru um borð en skipið var statt um 90 sjómílur norður af landinu.  
 
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út sem og varðskipið Týr, sem statt var við Húsavík. Þá var björgunarskipið Sigurvin, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, kallað út frá Siglufirði með tvo slökkviliðsmenn um borð. Einnig var togarinn Múlaberg sem var í grenndinni beðinn um að halda á vettvang. 
 
Áhöfnin á Sóleyju Sigurjóns ræsti slökkvikerfi í vélarrúmi skipsins. Eldurinn kom upp í rafmagnstöflu skipsins.
 
Skipverjarnir átta fóru allir þegar í björgunargalla og héldu til í brú skipsins. Þegar þyrla kom á staðinn tók hún tvo skipverja og flutti til Akureyrar.
 
Múlaberg tók Sóleyju Sigurjóns í tog en skipin eru væntanleg til Akureyrar í dag.
 
Þetta er í þriðja sinn sem eldur kemur upp í vélarrúmi skipsins frá því Nesfiskur eignaðist skipið.
 
Myndirnar eru frá Landhelgisgæslunni.
 
 
 
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sóley Sigurjóns GK