Þriðjudagur 12. júní 2001 kl. 17:32
Eldur í mosa við Seltjörn
Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um eld í mosa við Seltjörn við Grindavíkurveg laust fyrir klukkan fimm sl. þriðjudagsmorgun. Að sögn lögreglu var ekki var um mikinn eld að ræða og gekk Brunavörnum Suðurnesja greiðlega að ráða niðurlögum hans. Upptök eldsins eru ókunn.