Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eldur í mosa við Nesveg
Mynd: Hjörtur Gíslason
Þriðjudagur 4. ágúst 2015 kl. 18:50

Eldur í mosa við Nesveg

-greiðlega gekk að slökkva eldinn

Slökkvilið Grindavíkur var kallað út skömmu eftir hádegi í dag þar sem kviknað hafði í mosa í hrauninu norðan við Nesveg, um 200 metra frá veginum til móts við afleggjara niður í Bót.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn þar sem að slökkviliðið gat lagt slöngur yfir hraunið og að eldinum. Talið er að um 100 fermetra flötur hafi brunnið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ekki er kunnugt um eldsupptök en mosinn í hrauninu er mjög þurr og því þarf mjög lítið til að koma bruna af stað.

Myndir Bjarni Már Svavarsson