Mánudagur 16. maí 2016 kl. 15:06
Eldur í mosa og gömlum fiskhjöllum
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og Grindavíkur voru kölluð út vegna elds í gömlum fiskhjöllum og mosa utan við Grindavíkurveg. Að sögn fréttamanns VF sem tók þessa mynd var talsverður eldur sem slökkviliðsmenn voru að kljást við.