Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eldur í mannlausri bifreið
Laugardagur 26. mars 2005 kl. 16:08

Eldur í mannlausri bifreið

Eldur kom upp í kyrrstæðri og mannlausri sendibifreið við Holtsgötu í Njarðvík kl. 05:21 í morgun, að því er fram kemur á vef lögreglunnar í Keflavík. Brunavarnir Suðurnesja fóru á staðinn og slökktu eldinn en bifreiðin brann mikið og er talin ónýt. Ekki er vitað um upptök eldsins og er málið til rannsóknar.

Lögregla var einnig kölluð fyrr um nóttina að skemmtistaðnum Paddýs við Hafnargötu eftir að hent hafði verið grjóti í bifreið sem stóð þar fyrir utan með þeim afleiðingum að rúða í bifreiðinni brotnaði.

Rétt fyrir klukkan fimm í nótt var ökumaður tekinn á 127 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.

Á dagvaktinni voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur annar á Reykjanesbraut fyrir að aka á 122 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km. Hinn ók á 99 km hrða á Njarðarbraut þar sem leyfður hraði er 50 km.

Brotin var rúða í bifreið sem stóð við Hafnargötu 50 í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024