Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 23. september 2019 kl. 10:49
Eldur í ljósi í Heiðarskóla
Slökkvilið og lögregla voru kölluð að Heiðarskóla í Keflavík nú á ellefta tímanum vegna tilkynningar um eld í skólanum. Eldur logaði í loftljósi við sundlaug skólans.
Slökkvistarf gekk vel og tjón varð minniháttar.