Eldur í Kölku
Eldur kom upp í sorpbrennslustöðinni Kölku um kl. 06 í morgun. Þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang logaði eldur í norðurvegg stöðvarinnar. Allur sjáanlegur eldur var fljótt slökktur.
Í framhaldinu voru slökkviliðsmenn sendir á þak sorpeyðingarstöðvarinnar til að rjúfa þakkantinn en eldur var talinn loga inni í veggnum og rauk úr þakskegginu.
Fjölmennt slökkvilið er nú að störfum við Kölku en aðstæður til að rjúfa þakkantinn eru erfiðar þar sem veggir stöðvarinnar eru háir eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í morgun.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson