Eldur í kertaskreytingu
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fékk tvö brunaútköll í síðustu viku. Bæði voru þau minniháttar.Í öðru tilvikinu kom boð um eldvarnarkerfi tengt Brunavörnum Suðurnesja. Þar hafði eldur komið upp í kertaskreytingu. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Slökkviliðið vill af þessu tilefni minna fólk á hættuna tengdri kertaskreytingum og fólk gæti að slíkum skreytingum.