Eldur í íbúð við Aðalgötu í Keflavík
Eldur kom upp í íbúð við Aðalgötu 5 í Keflavík síðdegis í dag. Íbúi í húsinu hafði sett hlíf yfir heita hellu og kaffikönnu úr plasti þar ofaná. Þegar síðan íbúinn hafði fengið sér síðdegisblund hafi heit eldavélin kveikt í kaffikönnunni sem síðan olli skemmdum á innréttingu í eldhúsi. Brunaviðvörunarkerfi gerði viðvart og það gerðu einnig aðrir íbúar hússins. Tjón varð óverulegt, nema í eldhúsinu, en reykræsta varð bæði íbúðina og stigahúsið.