Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í íbúð út frá kerti
Þriðjudagur 5. nóvember 2013 kl. 06:05

Eldur í íbúð út frá kerti

Eldur kom upp í mannlausri íbúð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Húsráðandi hafði farið út í bílskúr til að þrífa bifreið sína og skilið eftir logandi kerti á stofuborðinu.

Þegar hann kom inn eftir hálftíma til að ná í hreinsiefni á bílinn var íbúðin orðin full af reyk. Skemmdir urðu á innanstokksmunum, en engan sakaði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024