Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Laugardagur 30. september 2000 kl. 17:06

Eldur í íbúð í Vogum

Eldur kom upp í parhúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd rétt fyrir klukkan þrjú sl. laugardag. Íbúðin er mikið skemmd af völdum sóts og elds. Neyðarlínan fékk tilkynningu um brunann en börn sem voru stödd í húsinu þegar eldurinn kom upp, höfðu hlaupið yfir til nágranna og látið vita. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja fór á staðinn en þegar að var komið logaði enn eldur í stofu hússins. Nágrannar og vegfarendur höfðu haldið eldinum í skefjum með slökkvitækjum og garðslöngu. Að sögn Sigmunds Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra B.S., er talið að kveiknað hafi í útfrá kertum sem að líkindum hafa náð að kveikja í stofugardínunum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og síðan var íbúðin reykræst. Skemmdir voru miklar á innbúi og húsnæði af völdum sóts og elds.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024