Miðvikudagur 24. maí 2006 kl. 08:15
Eldur í íbúð frá sígarettuglóð
Á sjötta tímanum í morgun var tilkynnt um eld í íbúðarhúsi við Klapparstíg í Njarðvík. Var búið að slökkva eldinn er lögregla og slökkvilið komu á staðinn en kviknað hafði í ruslafötu út frá sígarettuglóð. Urðu litlar skemmdir.