Eldur i húsbíl
Eldur kom upp í húsbíl á tjaldsvæðinu í Garði um þrjúleytið í nótt. Nokkrir húsbílafélagar voru þar saman komnir. Eigendurnir, sem voru í næsta húsbíl þegar eldurinn kom upp, náðu að slökkva eldinn en maðurinn brenndist nokkuð á höndum við það og konan fékk snert af reykeitrun. Lögreglan á Suðurnesjum flutti þau á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Ekki er vitað um eldsupptök en lögreglan fer með rannsókn málsins. Húsbíllinn er mjög mikið skemmdur og allt brunnið inni í bílnum.
Mynd úr safni