Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Sunnudagur 22. júní 2003 kl. 21:09

Eldur í hamsatólg

Kalla þurfti til slökkvilið þegar eldur kom upp í heimahúsi í Keflavík um fimmleytið í dag. Eldur kom upp í hamsatólg en húsráðendur voru að elda saltfisk og ætluðu að hafa sjóðheita hamsatólg með soðningunni. Reykræsta þurfti íbúðina sem stendur við Hringbraut en engan sakaði. Minniháttar skemmdir eru af völdum reyks og sóts.
Að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóa brugðust húsráðendur rétt við og köstuðu eldvarnarteppi yfir logandi tólgina.
Bílakjarninn
Bílakjarninn