Eldur í gröfu í Keflavík
Eldur kom upp í gröfu á Kirkjuvegi í Keflavík nú undir kvöld. Talið er að túrbína hafi gefið sig með þeim afleiðingum að olía sprautaðist yfir vél gröfunnar og eldur varð laus. Hann varð þó ekki mikill og tók það slökkvilið Brunavarna Suðurnesja skamma stund að slökkva eldinn. Þá þurfti að hreinsa götuna, þar sem olía hafði lekið af vélinni eftir óhappið.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson