Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í gömlu varðskýli
Frá vettvangi brunans í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 17. ágúst 2020 kl. 12:39

Eldur í gömlu varðskýli

Tilkynnt var um eld í gömlu varðskýli frá tímum varnarliðsins skammt frá flugvallargirðingu Keflavíkurflugvallar við Hafnaveg í morgun.

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út ásamt lögreglu. Slökkviliðsmenn voru fljótir að ráða niðurlögum eldsins sem var í rusli inni í skýlinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Telja verður víst að um íkveikju hafi verið að ræða.