Eldur í geymslu í fjölbýli á Ásbrú
Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Skógarbraut á Ásbrú í dag. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja réðu niðurlögum eldsins sem var ekki mikill í geymslu á neðstu hæð hússins. Lögreglumenn mættu einnig á staðinn og aðstoðuðu á vettvangi.
Slökkviliðsmenn unnu að reykræstingu sem gekk vel. Tjón varð ekki mikið.