Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 13. júlí 2000 kl. 11:06

Eldur í gasgrilli og tvö fótbrot

Rólegt hefur verið hjá Slökkviliði Suðurnesja sl. viku, aðeins 12-14 útköll, sem er tiltölulega lítið því oft eru 3-4 útköll á dag. 6 útköll voru vegna brunaboðs þar sem um óstaðfesta elda var að ræða. Brunavarnarkerfi fóru þá í gang og slökkvilið kallað á vettvang. Þessi útköll þarf að rannsaka og tryggja að allt sé með kyrrum kjörum. Tvö íþróttaslys voru um sl. helgi. Í báðum tilfellum var um opin fótbrot að ræða, annað í Garði og hitt í Njarðvík. Báðir aðilar voru fluttir til Reykjavíkur til aðhlynningar. Slökkviliðið í Sandgerði var kallað út á Hvalsnes í vikunni, þar sem eldur logaði í gaskút við gasgrill. Tengingar gaskútsins voru lausar og því tók að loga í kútnum. Slökkviliðið afgreiddi eldinn á skömmum tíma, en fólki er bent á að fara að öllu með gát við gasgrill, sem önnur grill í sumar og athuga vel allar tengingar áður en hafist er handa við eldamennskuna. Það skal tekið fram að eldur kemst ekki ofan í gaskútana og því ekki hætta á að þeir springi, nema um ofhitnun sé að ræða, en mikill hiti veldur þenslu í kútnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024