Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 11. október 2000 kl. 11:12

Eldur í gámi

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hafði í nógu að snúast í síðustu viku, en þeir fóru í 28 útköll þar af fjögur útköll á slökkviliðið. Eldur logaði í potti í íbúðarhúsi í Reykjanesbæ en greiðlega gekk að slökkva hann. Kveikt var í ruslagámi við áhaldahúsið við Vesturbraut og tilkynnt var um tvö vatnstjón, en í öðru tilfellinu hafði tappi farið úr ofni. Húsráðandi var sofandi þegar óhappið átti sér stað og brenndist hann á fingrum þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að vatnið spýttist úr ofninum, sem staðsettur var í svefnherberginu. Bruninn við áhaldahúsið varð sl. fimmtudagskvöld. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang logaði mikill eldur í ruslagámi en í honum voru ýmis eldfim efni, s.s. afgangsolía. Seinlega gekk að komast inní portið og þurftu slökkviliðsmenn að klippa festingar hliðsins til að komast inn. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra B.S., gekk greiðlega að slökkva eldinn en mikill reykur var kominn í aðra gáma á svæðinu. Einnig höfðu nokkrar rúður sprungið á áhaldahúsinu sökum hita, en gámarnir voru staðsettir við húsvegginn undir gluggum. Sigmundur hvetur fyrirtækjaeigendur að gæta að staðsetningu á ruslagámum því það hefur sýnt sig að aukning verður á íkveikjum í skammdeginu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024