Þriðjudagur 9. maí 2000 kl. 13:27
Eldur í gámi
Brunarvarnir Suðurnesja og lögreglan í Keflavík brunuðu í Grófina á aðfaranótt þriðjudags, því eldur logaði glatt í gámi sem þar var. Miklar málningaskemmdir urðu á gámnum en talið er að olíu hafi verið skvett á hann og eldur borinn að þar sem tómur olíubrúsi fannst á vettvangi.