Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í flugstöðinni
Sjúkrabifreið í fylgd flugvallarvarða nálgast suðurbygginguna í hádeginu. VF-myndir: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 11. mars 2015 kl. 16:56

Eldur í flugstöðinni

– eldur í rafstrengjum í kjallara suðurbyggingar. Mikill reykur.

Eldur kom upp í kjallara suðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um hádegisbil í dag. Þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn logaði eldur í rafmagnsköplum í inntaki í bygginguna.

Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra, var ekki um mikinn eld að ræða en hins vegar skapaðist mikill reykur vegna brunans.

Slökkvilið var fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Auk slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja tóku slökkviliðsmenn hjá flugvallarþjónustu Isavia þátt í aðgerðum. Þá var sendur sjúkrabíll á vettvang.


Eldur kom upp í kjallara suðurbyggingar flugstöðvarinnar rétt fyrir hádegi. Eldur logaði í rafmagnsköplum þegar slökkvilið kom á staðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024