Sunnudagur 26. janúar 2003 kl. 10:08
Eldur í F&L í Grindavík
Eldur kom upp í húsnæði Fiskimjöl og lýsi við Ægisgötu í Grindavík um áttaleytið í morgun. Eldur kviknaði í þaki verksmiðjunnar en vel gekk að slökkva eldinn. Talið er að eldur hafi kviknað út frá reykháf. Einn var fluttur á sjúkrahús með snert af reykeitrun, að sögn lögreglu í Reykjanesbæ.