Eldur í fiskvinnsluhúsi á Vatnsnesi
Eldur kom upp í fiskverkuninni Hafnarbúðinni við Hrannargötu í Keflavík síðdegis. Eldur logaði í norðurenda hússins en í suðurenda þess eru tvær aðrar fiskverkanir. Slökkviðlið barðist við eld og mikinn reyk sem lagði frá húsinu yfir Keflavík. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fékk aðstoð frá öðrum slökkviliðum á Suðurnesjum til að berjast við eldinn. Ljóst var þegar á fyrstu klukkustundinni að um miklar skemmdir væri að ræða á húsi og fiski hjá þremur fyrirtækjum, Hafnarbúðinni, KG og Co. og Ljósfiski.