Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í fiskimjölsverksmiðjunni í Sandgerði
Miðvikudagur 17. mars 2010 kl. 08:21

Eldur í fiskimjölsverksmiðjunni í Sandgerði


Eldur kom upp í gömlu fiskimjölsverksmiðjunni í Sandgerði í nótt. Slökkviliðið var kallað út um kl. 04 og var talsverður eldur í byggingunni  þegar að var komið. Slökkvliðið í Sandgerði fékk liðsauka frá Brunavörnum Suðurnesja og gekk slökkvistarf greiðlega. Nærliggjandi fiskvinnsluhús voru ekki í hættu. Húsið er hins vegar mikið skemmt eftir brunann en í því var vélsmiðja.
Ekki er vitað um eldsupptök en visir.is greinir frá því að greinileg merki hafi verið um innbrot í húsið. Í sama streng tekur Sveinn Einarsson, slökkviliðsstjóri, í samtali við fréttastofu RÚV án þess að vilja fullyrða neitt um slíkt.

Mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024