Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 3. maí 2002 kl. 19:42

Eldur í eldhúsi Bláa Lónsins

Tilkynnt var um eld í eldhúsi Bláa Lónsins rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Þegar slökkvilið og lögregla komu á vettvang var búið að slökkva eldinn, en töluverðan reyk lagði frá eldhúsinu. Talið er að eldurinn hafi komið upp í þvotti í þvottakörfu en starfsfólk Bláa Lónsins náði að ráða niðurlögum eldsins áður en hann náði að dreifa sér.Reykræsta þurfti eldhúsið og urðu töluverðar skemmdir af völdum sóts.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024