Eldur í eikarbáti í Grindavíkurhöfn í kvöld
Eldur kom upp í 70 tonna eikarbáti, Sigga Magg GK í Grindavíkurhöfn nú í kvöld. Slökkvilið Grindavíkur var sent á staðinn. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á skammri stundu.Eldurinn kom upp fremst í lest og lúkar bátsins. Siggi Magg GK hefur legið við bryggju í Grindavík í nokkra daga og var mannlaus þegar eldurinn kom upp.
VF-myndir: Birkir Agnarsson
VF-myndir: Birkir Agnarsson