Eldur í björgunarskipinu Hannesi Hafstein
Eldur kom upp í vélarrúmi björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein út af Sandgerði í gærkvöldi. Skipið var á leiðinni í útkall þegar eldurinn kom upp.Greiðlega gekk að slökkva eldinn áður en mikið tjón hlaust af. Sigfús Magnússon hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu sagði í samtali við Víkurfréttir að minnstu hafi munað að illa færi.Ástæðan fyrir brunanum er að olíurör gaf sig og lak olía á púströr.