Eldur í bílum
Kalla varð út lögreglu og slökkvilið á ellefta tímanum í gærkvöld vegna elds sem logaði í tveimur bílum í Bílapartasölunni við Flugvallarveg. Tvær bifreiðar voru þar alelda þegar að var komið. Um var að ræða verðlausa niðurrifsbíla þannig að ekki varð mikið tjón en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.
Rólegt var á næturvakt Lögreglunnar í Keflavík utan afskipta af einum ökumanni sem tekinn var vegna ölvunaraksturs
Rólegt var á næturvakt Lögreglunnar í Keflavík utan afskipta af einum ökumanni sem tekinn var vegna ölvunaraksturs