Mánudagur 14. desember 2015 kl. 09:14
Eldur í bílskúr við Suðurvelli
Eldur kom upp í bílskúr við Suðurvelli í Keflavík í gærkvöldi. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja slökkti eldinn.
Talsvert eignatjón varð í brunanum. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar eldsupptök.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi brunans. VF-myndir: Hilmar Bragi