Eldur í bílskúr við Suðurtún
Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út síðdegis í gær vegna elds í bílskúr við Suðurtún í Keflavík. Þegar slökkvilið og lögregla komu á vettvang var eigandi bílskúrsins búinn að slökkva eldinn. Einhverjar skemmdir urðu vegna reyks og hita. Slökkviliðið reykræsti bílskúrinn.
Myndir frá vettvangi brunans í gær. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi