Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í bílskúr í Njarðvík
Þriðjudagur 25. júní 2013 kl. 15:47

Eldur í bílskúr í Njarðvík

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út á þriðja tímanum í dag þegar tilkynning barst um eld í bílskúr við Hólagötu í Njarðvík. Slökkviliðsmenn BS réðu niðurlögum elds sem hafði blossað upp í veggplötu inni í bílskúr.

Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í rafmagnstenglum í veggnum en slökkviliðsmenn losuðu hann og komu með hann út úr skúrnum og réðu niðurlögum eldsins á stuttum tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá vettvangi í Njarðvík.