Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í bílskúr
Sunnudagur 25. janúar 2009 kl. 12:55

Eldur í bílskúr



Eldur kom upp í bílskúr í Garði seint í gærkvöld. Kviknað hafði í óskráðri jeppabifreið sem geymd var í skúrnum. Slökkvilið frá Brunavörnum Suðurnesja var kallað út og réði niðurlögum eldsins. Allt brann sem brunnið gat í bifreiðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einn ökumaður var tekinn í nótt grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Annars var rólegt á næturvaktinni að sögn lögreglu.

Mynd úr safni.