Eldur í Bílasölu Keflavíkur
Eldur kom upp á ellefta tímanum í húsnæði Bílasölu Keflavíkur við Bolafót í Njarðvík.Eldurinn kom upp á lager Hjördísar Bjarkar sem er undir sama þaki. Eldur logaði í pappír en mikið magn af pappírsþurrkum ýmiskonar voru á lagernum.Starfsmenn í húsinu héldu eldinum í skefjum þar til slökkvilið kom á vettvang.Bílasala Keflavíkur fylltist af reyk en öllum bílum sem þar voru inni var komið út úr húsi á skammri stundu.Talið er eldinn megi rekja til íkveikju að völdum ljóskastara.