Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í bíl eftir að vélin sprakk
Þriðjudagur 30. maí 2006 kl. 12:02

Eldur í bíl eftir að vélin sprakk

Rétt um klukkan níu í gærkvöld var tilkynnt til lögreglunnar að eldur væri laus í vélarhúsi fólksbifreiðar á Njarðarbraut í Njarðvík. Vegfarandi slökkti eldinn með slökkvitæki. Mun sjálf vélarblokkin hafa sprungið af það miklum krafti að ýmislegt innvols úr vélinni lá eftir á götunni, ásamt því sem hreinsa þurfti upp vökva frá henni. Ökumanninn sakaði ekki.

Lögreglan í Keflavík kærði í gær sjö ökumenn fyrir hraðakstur, þar af var einn tekinn í nótt á 128 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024