Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í bíl á Reykjanesbraut
Þriðjudagur 11. nóvember 2008 kl. 16:45

Eldur í bíl á Reykjanesbraut

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eldur kom upp í bifreið á Reykjanesbraut nærri Kúagerði nú síðdegis. Mun eldurinn hafa komið upp á palli bifreiðar sem flutti málningarafganga. Ökumaður bifreiðarinnar komst undan eldinum og naut síðar aðstoðar ökumanns olíubifreiðar við að slökkva eldinn, þar sem slökkvitæki var í olíubílnum. Eldurinn hafði að mestu verið slökktur þegar slökkvilið kom á vettvang, en m.a. var sendur slökkvibíll frá Reykjanesbæ í útkallið.
Bifreiðin sem eldurinn kom upp í er í ökuhæfu ástandi en pallurinn er talsvert brunninn. Eldsupptök liggja ekki fyrir.