Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 22. mars 2000 kl. 14:08

Eldur í bíl

Eldur kom upp í vélarhúsi á bíl við Stekk í Njarðvík eldsnemma á mánudagsmorgun. Bifreiðin hafði drepið á sér og þegar bílstjórinn reyndi að starta, fór að rjúka undan húddinu. Slökkviliðið kom á vettvang og slökkti eldinn. Ekki er vitað um orsakir slyssins. Mikil hálka var á Garðveginum á mánudag. Tvær konur sem voru þar á ferð, urðu fyrir því óhappi að velta bifreið sinni á veginum og lentu utan vegar. Þær sluppu ómeiddar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024