Eldur í bifreið við Leifsstöð
Eldur kom upp í fólksbifreið við flugstöð Leifs Eiríkssonar nú síðdegis. Slökkvilið Keflavíkurflugvallar og slökkvilð Brunavarna Suðurnesja voru kölluð til en eldurinn hafði verið slökktur með handslökkvitæki áður en slökkviliðin komu á vettvang.Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja hafði bifreiðin gengið illa og skyndilega gaus upp eldur aftantil í bílnum. Er talið að kveiknað hafi í út frá pústkerfi. Dráttarbíll var kallaður til að draga bílinn af vettvangi.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson