Miðvikudagur 25. apríl 2001 kl. 15:00
Eldur í báti í Njarðvíkurslipp
Eldur kom upp í Goðatindi SU frá Djúpavogi í Njarðvíkurslipp um klukkan 13 í dag.
Eldurinn kom upp á millidekki og varð af töluverður reykur en starfsmönnum tókst fljótlega að slökkva og hlutust ekki miklar skemmdir af. Einn maður var fluttur á sjúkrahús vegna gruns umreykeitrun.