Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í bátasmiðju á Ásbrú
Miðvikudagur 22. maí 2013 kl. 14:17

Eldur í bátasmiðju á Ásbrú

Eldur kom upp í bátasmiðju á verktakasvæðinu á Ásbrú seint í gærkvöldi. Sjálfvirkt slökkvikerfi er í húsnæðinu og hafði það slökkt nær allan eld þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang.

Nú er unnið að rannsókn á upptökum eldsins í húsinu. Þegar komið var að húsinu seint í gærkvöldi vaknaði strax grunur um að brotist hafi verið inn í húsnæðið því útihurð hafði verið spennt upp. Því er m.a. rannsakað hvort eldur hafi verið borinn að byggingunni.

Ekki er ljóst hversu mikið tjónið er en þó er ljóst að sjálfvirka slökkvikerfið kom í veg fyrir að stórbruni yrði í gærkvöldi.

VF-myndir: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024