Eldur í bæjarskrifstofum í Vogum
Eldur kviknaði í bæjarskrifstofunum í Vogum á Vatnsleysuströnd undir morgun. Eldur, sem var laus fyrir utan húsið, komst í þak þess. Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja tókst að slökkva eldinn um klukkan 6:30 í morgun. Ljóst er að nokkrar reykskemmdir hafa orðið á húsinu, samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum.