Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur borinn að bíl við fiskhjalla í Garðinum í kvöld
Föstudagur 12. júlí 2002 kl. 23:03

Eldur borinn að bíl við fiskhjalla í Garðinum í kvöld

Mikill eldur logaði í bifreið við fiskihjalla ofan byggðarinnar í Garði í kvöld. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út í eldinn, en svo virðist sem eldur hafi verið borinn að óskráðri bifreið við hjallana.Bíllinn er gjörónýtur og stórt svæði umhverfis bílinn, sem er Lada Samara 1500, er sviðið. Slökkviliðsmenn voru fljótir að slökkva eldinn. Lögregla fer með rannsókn málsins.

Myndin: Frá slökkvistarfi í kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024