Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Eldur blossaði upp í gasgrilli
Mynd úr safni.
Mánudagur 21. október 2013 kl. 16:11

Eldur blossaði upp í gasgrilli

Ekki mátti miklu muna að illa færi, þegar eldur blossaði upp í nýlegu gasgrilli við húsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Þarna átti að elda kvöldmatinn á grillinu sem stóð á tréverönd aftan við húsnæðið, en eftir að gaskútur hafði verið tengdur við grillið og kveikt á því kom upp mikill eldur í því. Slökkvilið var kallað á staðinn, en eldurinn hafði verið slökktur með duftslökkvitæki þegar það kom á vettvang. Grillið eyðilagðist í brunanum.
 

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25