Eldur af völdum rafmagns í skúr við Bjarkardal
Eldur kom upp í vinnuskúr við nýbyggingu í Bjarkardal í Reykjanesbæ nú síðdegis. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fór á vettvang með dælubíl og slökkti eldinn á skammru stundu.
Vinnuskúrinn, innréttaður gámur, er þó nokkuð skemmdur eftir brunann. Talið er að eldurinn hafi komið upp í rafmagnstöflu, sem var illa útleikin eftir brunann.
Myndir frá slökkvistarfi tók Hilmar Bragi