Eldur á þriðju hæð við Heiðarholt
Eldur kom upp í íbúð á þriðju hæð við Heiðarholt í Keflavík um miðjan dag í gær. Tekist hafði að slökkva eldinn með duftslökkvitæki áður en slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang. Slökkviliðið var fengið til að reykræsta íbúðina.
Mynd úr safni.