Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur á Höskuldarvöllum af völdum Varnarliðsþyrlu?
Miðvikudagur 27. júlí 2005 kl. 18:48

Eldur á Höskuldarvöllum af völdum Varnarliðsþyrlu?

Talsverður eldur braust út á Höskuldarvöllum í dag í nágrenni við bílastæði göngufólks sem gengur á Keili. Var eldurinn í sinu við bílastæðið. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fór á staðinn ásamt lögreglumönnum frá Keflavík. Slökkvistarf tók ekki langan tíma og tókst að varna því að eldurinn bærist út í úfið hraun, sem er erfitt yfirferðar.
Vitni sá til Varnarliðsþyrlu á staðnum. Að sögn lögreglunnar í Keflavík neitar Varnarliðið því að þyrla hafi lent á staðnum. Rannsóknardeild lögreglu var því kölluð til og skoðaði ummerki á vettvangi í dag til að fá úr því skorið hvað hafi valdið eldinum. Talið er að um hálfur hektari hafi brunnið.

Mynd: Varnarliðsþyrlur á heræfingu fyrir nokkrum árum. Lögregla rannsakar nú hvort þyrla hafi kveikt eld að Höskuldarvöllum. VF/Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024