Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur á Flughóteli í Keflavík
Föstudagur 10. mars 2006 kl. 23:17

Eldur á Flughóteli í Keflavík

Eldur kom upp í skreytingu á veisluborði á Flughóteli í Keflavík í kvöld. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað á staðinn, ásamt lögreglunni í Keflavík.

Starfsmaður hótelsins hljóp með brennandi skreytinguna inn á eitt herbergi hótelsins og henti henni þar í sturtuna og lokaði á eftir sér hurðinni. Þar með töldu starfsmenn hótelsins sig hafa slökkt eldinn og slökkviliðið því eingöngu kallað til að reykræsta. Þegar slökkviliðsmenn mættu á staðinn kom hins vegar í ljós að enn logaði eldur sem hafði læst sig í handklæði og vegg á baðherberginu.

Eldurinn var slökktur og hótelið reykræst. Enginn þurfti að yfirgefa hótelið vegna atviksins og veislan, sem brennandi skreytingin tilheyrði, var færð til innan hótelsins.

Lögreglan í Keflavík fer með rannsókn málsins.

Mynd: Slökkviliðsmaður kemur út af hótelinu eftir að slökkvistarfi lauk.

VF/Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024