Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur á byggingasvæði í Dalshverfi
Frá vettvangi brunaútkallsins síðdegis. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 27. október 2019 kl. 21:14

Eldur á byggingasvæði í Dalshverfi

Eldur kom upp á byggingasvæði í Dalshverfi í Reykjanesbæ undir kvöld. Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja barst útkall þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í sex í kvöld. Lögreglumenn voru fyrr á vettvang og slökktu eldinn.

Eldurinn logaði í byggingarefni við hlið húss í byggingu og er grunur að eldurinn hafi kveiknað út frá sígarettu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Iðnaðarmenn voru að vinnu uppi á þaki byggingarinnar. Þeir urðu ekki eldsins varir en það var nágranni sem hafði samband við Neyðarlínu og tilkynnti um eldinn, sem reyndist ekki mikill.