Eldur á athafnasvæði Húsagerðarinnar
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var í gærkvöldi kallað að athafnasvæði Húsagerðarinnar við Iðavelli í Keflavík. Þar hafði eldur verið borinn að rusli innan girðingar við fyrirtækið.Útkallið barst kl. 23:14 og mættu bæði slökkvilið og lögregla á vettvang. Slökkvilið réð strax niðurlögum eldsins sem var í tunnu. Ekki er vitað hver stóð að íkveikjunni. Annars var tíðindalaust á vaktinni hjá lögreglu.