Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldsvoði raskaði sjónvarpi og neti
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 15. september 2021 kl. 13:20

Eldsvoði raskaði sjónvarpi og neti

Mikið tjón varð þegar stjórnstöð Kapalvæðingar í Reykjanesbæ varð eldi að bráð í síðustu viku. Í húsnæðinu þar sem eldurinn braust út var hjartað í öllum tengingum fjarskiptafyrirtækisins til einstaklinga og fyrirtækja í Reykjanesbæ. Frá því eldurinn kom upp hefur verið unnið daga og nætur við að endurnýja búnað og koma á nýjum tengingum.

Fjölmargir hafa verið tengdir inn á Ljósleiðarann og nú hefur Míla einnig bæst við sem þjónustuaðili þannig að viðskiptavinir Kapalvæðingar geta fengið tengingar í gegnum annað hvort ljósleiðara eða DSL hjá Mílu. Einnig hafa fjölmörg heimili í Reykjanesbæ verið tengd með 4G búnaði frá því tjónið varð til að koma á net- og sjónvarpssambandi á heimilum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem eru að bíða eftir ljósleiðaratengingu geta fengið 4G ­router hjá Kapalvæðingu. Sá búnaður kláraðist fyrir síðustu helgi en á að vera kominn aftur þegar þetta tölublað Víkurfrétta fór í dreifingu. Þá eru þeir sem eru komnir með ljósleiðaratengingu en eru enn með 4G búnað beðnir um að skila honum svo þeir sem bíða tengingar geti fengið 4G búnaðinn þangað til.