Eldsvoði í Vogunum
Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vogum í dag. Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja barst tilkynning um reyk í þakskeggi hússins um kl. 14. Þegar slökkvilið kom að logaði eldur í millilofti. Nágrannar höfðu reynt að slökkva eldinn með dufttæki áður en slökkvlið bar að. Húsið var mannlaust en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá ljósi. Nokkrar skemmdir munu hafa orðið vegna reyks og vatns.
Mynd úr safni